Um vinnustaðinn
Kópavogsbær rekur 19 leikskóla í bæjarfélaginu.
Heildarfjöldi stöðugilda starfsmanna leikskóla bæjarins er rúmlega 500.
Stytting vinnuviku hefur verið tekin upp á öllum vinnustöðum bæjarins og starfsmenn leikskólanna fá fríar máltíðir.
Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi.
Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar á
rétt á líkamsræktarstyrk.
Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að því líði vel í starfi og nái góðum tökum á því.
Í leikskólum Kópavogs er um 36% starfsfólks leikskólakennaramenntað. Fleiri munu bætast í hópinn þar sem 50 starfsmenn stunda nú nám í leikskólakennarafræðum á styrk frá bænum.
Starfsfólk getur sótt um forgang fyrir börn sín í leikskólum Kópavogs.