Leikskólar Kópavogsbæjar - Velkomin til starfa

Vinnustaðurinn

Deila síðu
Um vinnustaðinn
Kópavogsbær rekur 19 leikskóla í bæjarfélaginu. Heildarfjöldi stöðugilda starfsmanna leikskóla bæjarins er rúmlega 500. Stytting vinnuviku hefur verið tekin upp á öllum vinnustöðum bæjarins og starfsmenn leikskólanna fá fríar máltíðir. Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Allt fastráðið starfsfólk Kópavogsbæjar á rétt á líkamsræktarstyrk. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að því líði vel í starfi og nái góðum tökum á því. Í leikskólum Kópavogs er um 36% starfsfólks leikskólakennaramenntað. Fleiri munu bætast í hópinn þar sem 50 starfsmenn stunda nú nám í leikskólakennarafræðum á styrk frá bænum. Starfsfólk getur sótt um forgang fyrir börn sín í leikskólum Kópavogs.
Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.
Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
ISO 9001 - Gæðastjórnunarstaðall
ISO9001 er alþjóðlega viðurkenndur gæðastjórnunarstaðall.
Shape Created with Sketch.
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Kynntu þér leikskóla Kópavogsbæjar með því að skoða kynningarmyndbönd hér:
Starfsumhverfi
Hreyfing
Heilsuræktarstyrkur í boði
Matur
Gott og fjölbreytt mötuneyti
Vinnutími
Stytting vinnuviku
Nýjustu störfin Öll störf
Deildarstjóri í leikskólann Marbakka
Marbakki
Leikskólakennarar óskast í spennandi störf
Kópasteinn
Aðstoðarleikskólastjóri í Efstahjalla
Efstihjalli
Leikskólakennari í Austurkór
Austurkór